GrænmetisréttirUppskriftir

Fótboltabollur

Í framhaldi af skrifum mínum um matarvenjur barna hér á síðunni, set ég hér inn þessa spennandi “barna”uppskrift frá henni Sollu.

  • 2 dl soðnar kjúklingabaunir*
  • 2 dl lífrænar bakaðar baunir*
  • ½ dl rifinn ostur/sojaostur/parmesan (má sleppa og nota 1 msk möluð hörfræ í staðin)
  • 1 tsk ítölsk krydd blanda (t.d. frá pottagöldrum)
  • ½ tsk laukduft
  • ½ tsk himalayasalt
  • ½ búnt steinselja, smátt söxuð
  • 1 dl sesamfræ*

Kveikið á ofninum, stillið á 200*C.

Setjið allt nema sesamfræin í matvinnsluvél eða hrærivél og hnoðið saman.

Mótið litlar bollur sem þið veltið upp úr sesamfræjunum.

Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og látið bollurnar þar á og bakið í 10-15 mín við 200*C allt eftir hvað bollurnar eru stórar.

Berið fram með íþróttaspaghetti, lífrænni tómatsósu og agúrkustöfum.

 

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Rauðrófupottréttur

Next post

Ratatouille Sollu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *