Allt mitt líf hef ég þurft að takast á við mikil heilsufarsvandamál sem hafa stöðugt þróast til verri vegar í gegnum árin. Fyrir örfáum árum síðan var ástand mitt orðið svo slæmt að ég gat eingöngu staðið upprétt í um 2 klukkustundir á dag. Ég var með stöðuga verki, enga orku, svaf illa og þjáðist af langvarandi mígreni.
Ég hef verið að safna á mig sjúkdómsgreiningum allt mitt líf, þ.m.t. er liðagigt, slitgigt, meltingarsjúkdómar, vefjagigt, krónískt mígreni, lágur blóðþrýstingur, skjaldkirtilssjúkdómur og svona má lengi telja. Að auki hef ég lent endurtekið í alvarlegri kulnun og tvisvar var ég skorin við forstigum krabbameins.
Fyrir rúmum 10 árum fékk ég nóg. Ég neitaði að vera fórnarlamb “ólæknandi” sjúkdóma og sór þess eið að finna leið til að öðlast aftur heilsu mína og líf.
Það tók mig um tvö ár að setja saman prógramm sem byggir á nýjustu rannsóknum. Það gerði mér kleift að losna nær alfarið við öll einkennin sem höfðu stjórnað lífi mínu. Mikilvægast var þó að ég endurheimti fulla orku, losnaði við verki og upplifði á ný það að líða vel í eigin skinni.
Síðan þá hef ég hjálpað yfir 1.000 manns að uppgötva hvað líkami þeirra hefur verið að reyna að segja þeim.
Hvort sem þau komu til mín með langvarandi þreytu, óútskýranlega verki, meltingarvandamál eða bara tilfinningu um að eitthvað væri ekki í lagi, þá hafa mörg þeirra nú losnað við ástandið sem þeim var sagt að þau þyrftu að "lifa bara með."
Og ég vil það sama fyrir þig.
Í gegnum mína vegferð uppgötvaði ég eitt afar mikilvægt: raunverulegur bati getur aðeins hafist þegar þú skilur hvað líkami þinn er að reyna að segja þér.
Þess vegna bjó ég til þetta 3 daga fría námskeið: til að leiða þig í gegnum fyrstu skrefin í að skilja merki líkamans, svo þú getir byrjað að færast í átt að betri heilsu.