FæðuóþolMataræði

Fylgni mjólkurneyslu við krabbamein

Það var birt áhugaverð grein í Morgunblaðinu um daginn um fylgni mjólkurneyslu og krabbameins í blöðruhálskirtli.

Oddur Benediktsson skrifaði greinina, en hann er formaður krabbameinsfélagsins Framfarar.

Það helsta sem kemur fram í greininni er að sífellt fleiri rannsóknir benda til að það séu tengsl á milli blöðruhálskirtilskrabbameins (BHKK) og neyslu á mjólkurvörum.

Ef borin er saman mjólkurneysla eftir svæðum í heiminum og dánartíðni af völdum BHKK kemur í ljós gríðarlegur munur eftir svæðum. Í Austurlöndum er langminnsta mjólkurneyslan og þar er langlægsta dánartíðnin.

Lönd í suður-Evrópu neyta níu sinnum meiri mjólkur og er dánartíðnin fjórum sinnum hærri en í Austurlöndum.

Norðurlöndin eru svo með langmestu mjólkurneysluna eða 13 sinnum meiri en á Austurlöndum og er dánartíðnin líka níu sinnum hærri.

Brjóstakrabbamein og ristils- og þarmakrabbamein sýna einnig markverða fylgni við mjólkurneyslu.

Margir fræðimenn hafa hvatt fólk til að hætta allri neyslu á mjólkurafurðum ef það greinist með eitthvað af þessum tegundum krabbameins og aðrir ráðleggja fæðuval sem líkist austurlensku mataræði.

Oddur talar um að ekki hafi fundist óyggjandi skýringar á því hvers vegna krabbamein á Norðurlöndum er meðal þess hæsta sem gerist í heiminum en að óneitanlega sé margt sem bendir til að mjólkurþambið skipti þar sköpum. “Einstaklingur sem þambar allt að lítra af mjólk á dag fær mjög háan umframskammt af alls kyns vaxtarhormónum og efnum sem ætluð eru kálfum til vaxtar, en ekki mannfólki sem komið er af barnsaldri.”

Previous post

Fylgikvillar magahjáveituaðgerða

Next post

Gallsteinar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *