Geitaosta pítsa
- 2 forbakaðir pítsubotnar (sjá uppskrift hér)
Pítsusósa:
- ½ glas tómatsúpa frá LaSelva
- ½ glas Salsa Pronta frá LaSelva
- 3 msk lífrænt tómatpúrré*
- 1-2 hvítlauksrif – pressuð
- 1-2 tsk þurrkað oregano
- 1-2 tsk þurrkað basil
- 1-2 tsk þurrkað timian
- ½ tsk sjávarsalt & 1/4 tsk nýmalaður svartur pipar
Allt sett í skál og hrært saman
- 2 pk kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
- 2 rúllur geitaostur (fást í stórmörkuðunum)
Smyrjið tómatsósunni á pítsabotnana, raðið síðan kirsuberjatómötunum þar ofaná ásamt geitaostinum sem er gott að klípa í litla bita.
Bakið við 200°c í um 7-10 mín.
*fæst lífrænt frá Himneskri Hollustu
Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir
No Comment