FæðubótarefniMataræði

Gersveppaóþol og/eða breytingaskeið

Katrín sendi okkur vangaveltur um gott mataræði fyrir konur á breytingaskeiði og birtist hér bréf Katrínar og svar frá Ingu næringarþerapista. 

Sælar! Mjög góð síða. Þarna sé ég nokkur einkenni á gersveppaóþolinu sem ég get tengt við mig. Ég hef verið að tengja einkennin við breytingaskeið kvenna. Td.svefntruflanir og svitakóf.

En ég er líka viðkvæm í maga og oft illt í maganum ef ég passa mig ekki á því að borða reglulega og ef ég verð mjög svöng. Kláði og sveppasýking eru mér heldur ekki ókunn.

Ég fór á frábært hráfæðisnámskeið hjá Lilju Odds hér á Seyðisfirði. Ég hef verið dugleg að nota drykkina á morgnana og á nú alltaf möndlur og döðlur í vatni og avokado í ísskápnum. Það pirrar mig að ég fæ ekki möndlur í heilsuhillunum nema einstaka sinnum og því er ég að nota möndlur sem ég veit ekki hvort eru lífrænar, frá Náttúru. Hér er svo lítið úrval.

En þó það sé mikið að gera hjá mér finn ég að ég er orkumeiri fram eftir degi og mér líður betur. En svefntruflanir eru að pirra mig. Ég er oft vöknuð um kl. 05:00 og gengur illa að sofa eftir það. Þá nenni ég heldur ekki að vakna fyrir sjö til að fara í sund en ég er að reyna að koma mér upp rútínu í því.

Er annars eitthvað sem þið getið ráðlagt konum sem eru að komast á breytingarskeiðið varðandi fæði og jafnvel einhver bætiefni. Ég drekk líka grænt te frá Pharmagreen á morgnana og er mikið að spá í fæðið þessa dagana, keypti mér hörfræolíu, kókosolíu og Agave sýróp.

Vona að þetta sé ekki of langt bréf. Bestu kveðjur, Katrín.

Sæl Katrín.

Já, eins og þú lýsir einkennum þínum er líklegt að ójafnvægi sé á þarmaflórunni þinni og einhver sveppur kominn í óboðna heimsókn. Allt slíkt ójafnvægi í líkamanum getur líka leitt af sér að einkenni breytingaskeiðs verða ýktari og erfiðari að höndla.

Ég myndi ráðleggja þér að fá markvissa hjálp til að reyna að rétta við þarmaflóruna. Þú getur líka lesið þér til og prufað þig áfram. Þetta skalt þú drífa í að gera sem fyrst. Þú ert nú greinilega komin vel af stað í þessu og verður gaman fyrir þig að fara skrefinu lengra í breytingunum :o)

Hvað varðar mataræði fyrir konur á breytingaskeiði, þá gildir þar að auka neyslu grænmetis, ávaxta, heilkorns, bauna og fiskmetis, á kostnað kjöts og mjólkurvöru.

Borða sem minnst af sykri og þá aðeins náttúruleg sætuefni, s.s. hrásykur, hunang og sýróp, t.d. agave :o)

Sleppa einnig öllu korni sem hefur verið unnið og hreinsað, eins og hvítt hveiti og hvít hrísgrjón.

Auka við inntöku á lífsnauðsynlegum omega fitusýrum, þ.e. nota kaldhreinsaðar gæðaolíur, hnetur og fræ.

Sneiða hjá unnum matvælum, skyndifæði og slíku.

Það getur verið sniðugt að neyta fæðu sem inniheldur svokölluð jurta-estrogen.
Dæmi um slíka fæðu er:

  • Soyabaunir og vörur unnar úr þeim (lífrænar vörur).
  • Baunir almennt
  • Hörfræ og hörfræolía
  • Hnetur
  • Fræ
  • Heilkorn (hafrar, rúgur, bygg og fl.)
  • Epli
  • Fennel
  • Sellerý
  • Steinselja
  • Alfa alfa
  • Ólífur

Það er mikið deilt um hvort soyavörur séu æskilegar eða ekki, en ég hef þá skoðun að í hófi séu þær góðar fyrir marga, en mikilvægt er að velja lífrænar soyavörur.

Hvað varðar bætiefnin, þá eru á markaðnum ýmsar blöndur sérhannaðar fyrir breytingaskeiðið og þær geta verið sniðugar og þægilegar. Stundum þarf þó meira til og gaman að prófa sig áfram.

Hér er listi yfir ýmis bætiefni sem geta hjálpað:

  • Omega fitusýrur (3,6,9)
  • E-vítamín
  • C-vítamín
  • B-vítamín
  • Kalk
  • Magnesíum
  • Blönduð steinefni
  • Soya isoflavoniðar
  • Dong Quai
  • Slöngujurt (agnus castus)
  • Wild yam
  • Gingko biloba
  • Lakkrísrót

Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Gangi þér vel.

Kær kveðja,
Inga næringarþerapisti.

(Sjá einnig: Breytingaskeið kvenna og hómópatía)

Previous post

Gallsteinar

Next post

Geta geislar sólarinnar hjálpað gegn astma?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *