UmhverfiðUmhverfisvernd

Getum við keypt regnskóg?

Við höfum fjallað um og sagt frá verkefninu Kolviður (Kolefnisjafnaðu þig) hér á síðum Heilsubankans sem er frábært framtak þar sem fólki gefst tækifæri á að greiða í sjóð til að styrkja skógrækt, sem á að vinna á móti þeirri mengun sem hlýst af notkun samgöngutækja af okkar hálfu.

Hefur fólk almennt tekið þessu framtaki fagnandi og fjölmörg fyrirtæki hafa stokkið á þetta til að efla ímynd sína. Vonandi eru fjölmörg fyrirtæki einnig að nýta þetta án þess að þurfa að auglýsa það.

En hins vegar hafa vaknað upp alls kyns spurningar og vangaveltur um hvernig er best að verja þessum peningum til að vinna á sem öflugastan hátt gegn gróðurhúsaáhrifum.

Eins og við sögðum frá hér (Minnkun skóga) á vefnum bindur gamall skógur langt um meiri koltvísýring heldur en nýskógur og má þannig spyrja sig hvort ekki væri best að verja þessum fjármunum til verndunar regnskógunum.
Það er spurning hvort ekki sé hægt að verja þessum fjármunum á fjölbreyttan hátt þannig að bæði sé lagt í uppgræðslu nýrra skóga en um leið sé lagt til verndunar gömlu skóganna.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Útimarkaðir

Next post

Pilla gegn gróðurhúsaáhrifum jórturdýra

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *