FæðubótarefniMataræði

Ginkgo Biloba

Birna var að spyrja um þetta bætiefni inni á spjallinu, á meðan við vorum í sumarfríi og birtum við hér smá samantekt yfir virkni þess.

Ginkgo Biloba er austurlenskt tré sem á uppruna sinn í Kína fyrir þúsundum ára. Það er þekkt fyrir að standa einstaklega vel af sér ágang skordýra og mengun frá umhverfinu.

Safinn úr laufum trésins er eitt vinsælasta jurta-bætiefnið sem er selt í heiminum í dag.

Vísindamenn hafa ritað greinar um virkni þess til aukningar á blóðstreymi og hvernig það eykur súrefnisflæði til hjarta, heila og annarra líkamssvæða.

Þessi virkni gerir jurtina góða til inntöku við öllum æðasjúkdómum, hún eflir minni og hún vinnur gegn ótímabærri öldrun.

Þar sem jurtin eykur blóðstreymi til höfuðsins er hún einnig góð gegn sleni og svima. Hún virkar einnig til lækkunar á blóðþrýstingi og dregur úr líkum á blóðtappa.

Jurtin er sérstaklega góð fyrir eldra fólk sem gjarnan er með lélegt blóðrennsli og það hefur verið sýnt fram á að jurtin getur unnið gegn byrjunareinkennum Alzheimers.

Ginkgo Biloba hefur einnig gagnast fólki sem stríðir við mígreni vegna æðaútvíkkandi áhrifa sinna og þar sem jurtin örvar blóðstreymi gagnast hún einnig vel við hand- og fótkulda.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Kalíum (Potassium)

Next post

Grapefruit Seeds Extract (GSE)

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *