JurtirMataræði

Góð leið til að geyma kryddjurtir

Nú er farið að hausta og kryddjurtirnar í garðinum fara að láta á sjá. Góð leið til að geyma uppskeruna er annað hvort að þurrka hana eða frysta.

Besta leiðin við þurrkun er að binda stönglana saman í knippi og hengja upp öfuga á hlýjum og þurrum stað.

Sumar kryddjurtir halda bragðgæðunum betur við frystingu. Á það einkum við jurtir með mjúkum blöðum. Þá er gott að setja stönglana heila í plastpoka sem stungið er í frystinn. Svo er gott að mylja jurtirnar áður en þær þiðna, fyrir notkun.

Önnur frábær leið til geymslu er að saxa kryddjurtirnar smátt og setja þær í klakabox. Svo er boxið fyllt af vatni og fryst. Svo er hægt að taka bara einn og einn klaka og þíða eða skella bara beint t.d. út í súpuna sem á að krydda.

Einnig er skemmtilegt að frysta heil blöð og blómstur í klökum, til að skreyta drykki með.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Sveppir og sveppatínsla

Next post

Bláber

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *