Vandamál og úrræði

Góð ráð til að hindra ferðaveiki

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan og brasaðan mat
  • Borðið góðan morgunverð, en forðist kaffi 
  • Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þið finnið fyrir ógleði
  • Forðist það að lesa (augun senda boð um að við séum í kyrrstöðu en líkaminn sendir boð um hreyfingu)
  • Drekkið vel af vatni, en stundum er gott að drekka kóla drykki (helst flata, þ.e. gosið farið úr þeim) eða engiferöl

Önnur ráð: Engifer getur slegið á ógleði sem fylgir ferðaveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á  ógleði verka á heilann, en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg hylki, til viðbótar á ferðalaginu.

Previous post

Ginseng

Next post

Góð ráð við svefnleysi

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *