HeimiliðSnyrtivörur

Góðar aðferðir við flösu

Mjög margir upplifa þann leiða kvilla einhvern tíma á ævinni að hafa flösu, sumir þó oftar en aðrir. Hvað er best að gera þegar að hvítu flygsurnar sitja í hárinu og á öxlunum?

Til eru góð náttúruleg sjampó án hættulegra aukaefna í heilsubúðum landsins. Sjampó sem að innihalda Tea Tree olíu og Quillaia börk eru tilvalin til notkunar gegn flösu.

Sumir eru svo duglegir og útbúa sínar sápur og sjampó sjálfir og hægt er að nálgast mikið magn af uppskriftum til þessarar heimaframleiðslu á veraldarvefnum, þá er hægt að vera algjörlega viss um hvað það er, sem sett er í framleiðsluna og í hár heimilisfólksins.

Aloe Vera hefur einnig reynst vel. Makaðu hreinu Aloe Vera geli, vel í hársvörðinn og látu bíða í a.m.k. 15 mínútur áður en að gelið er skolað úr. Endurtakið 1 sinni í mánuði í 3 mánuði.

Kókosolía er einnig talin góður kostur. Nuddið hreinni jómfrúarkókosolíu í hársvörðinn og í hárið, látið vera í yfir nóttina og þvoið hárið morguninn eftir.

Eplaedik er ein lausnin til viðbótar, blandið 2 teskeiðum af lífrænu eplaediki í u.þ.b. hálfan lítra af heitu vatni og skolið hárið upp úr blöndunni. Það hreinsar hárið og heldur flösunni í skefjum.

Mikilvægt er að vita að allir kvillar húðarinnar koma innan frá líkamanum og því er nauðsynlegt að huga vel að næringu og steinefna- og vítamínbúskap líkamans. Góðar fitusýrur eru nauðsynlegar og eins ætti að bæta við inntöku á sinki og B-vítamínum. Nauðsynlegt er að drekka mikið vatn, minnst 6-10 glös á dag.

 

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Efni sem við setjum á húðina og í hárið

Next post

Sólarvörn

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *