GrænmetisréttirUppskriftir

Græn pítsa

2 forbakaðir pítsubotnar (sjá uppskrift hér)

Grænt pestó:

  • 1 búnt basil
  • 100g lífrænar furuhnetur*, þurrristaðar í ofni eða lagðar í bleyti
  • 2 hvítlauksrif
  • smá himalaya eða sjávarsalt
  • 1 dl lífræn og kaldpressuð ólífuolía, t.d frá LaSelva

allt sett í matvinnsluvél og maukað

Grænmeti:

  • 1 lítið brokkolíhöfuð, skorið í passlega munnbita
  • 50 g sykurertur
  • ½ dl lífræn og kaldpressuð ólífuolía, t.d frá LaSelva
  • safinn úr ½ lime
  • ½ tsk pítsukrydd
  • 1 avókadó, afhýtt og skorið í bita
  • 2 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
  • 1 poki klettasalat

Setjð brokkolí og sykurertur í skál, hellið ólífuolíu + sítrónusafa + pítsakryddi yfir og látið marinerast í 10 – 15 mín

Smyrjið pestoinu á pítsabotnana, setjið brokkolí + sykurertur yfir, dreyfið klettasalatinu yfir og endið á að skutla avókdó bitum og vorlauk á pítsuna.

Gott er skvetta smá ólífuolíu yfir í lokin

Í þessari pítsu er bara botninn bakaður, restin er af uppskriftinni er hrá. Enda er þessi númer 1 á vinsældarlistanum hjá flestum sem hana smakka…..

*fæst lífrænt frá Himneskri Hollustu

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Kasjúkarrí, fyrir 4-6 persónur

Next post

Geitaosta pítsa

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *