GrænmetisréttirUppskriftir

Grænmetisbaka

Botn

  • 1 dl haframjöl
  • 2 dl heilhveiti
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 dl ab-mjólk
  • 2 msk kalt vatn

Aðferð:

Blandið saman þurrefnum, olíu og ab-mjólk, síðast vatninu.

Hrærið vel og hnoðið.

Geymið deigið í ísskáp í a.m.k. 30-40 mínútur.

Fletjið deigið út í mót, smyrjið með smá ólífuolíu og raðið grænmetinu á.

Hellið sósu yfir og bakið í 30 mínútur við 200°C

 

Grænmeti:

  • 1-2 gulrætur, sneiddar í þunnar sneiðar
  • 1/2 kúrbítur (zucchini), skorinn í bita
  • 5-7 sveppir, niðursneiddir
  • 1/2 eggaldin, skorið í þunnar sneiðar
  • 1/2 blaðlaukur, sneiddur í þunnar sneiðar

Það má skipta ofantöldu grænmeti út og hafa rauða eða appelsínugula papriku, tómata, blómkál, lauk og spergilkál o.fl í staðinn. Steikið grænmetið og kryddið.

Sósa:

  • 2 egg
  • 2 1/2 dl mjólk eða ab-mjólk
  • 4 dl magur ostur (11%), 2 dl í sósuna, 2 dl yfir bökuna

Aðferð:

Þeytið saman egg og mjólk.

Rífið ostinn og blandið 2 dl saman við.

Hellið yfir grænmetið.

Dreifið afganginum af ostinum yfir bökuna og setjið inn í ofn.

Gott er að bera fram með sósu úr AB mjólk: Blandið saman 2 dl AB mjólk, salti, pipar, hvítlauk (pressuðum) eða hvítlauksdufti, paprikudufti.

Berið fram með soðnum bygggrjónum eða hýðishrísgrjónum og fersku salati.

 

Uppskrift: Sigrún Þorsteinsdóttir

Previous post

Bakað rótargrænmeti

Next post

Túnfisk „carpaccio" með granateplum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *