GrænmetisréttirUppskriftir

Grænmetislasagna

  • 6 lasagnablöð (spínatlasagna)
  • 1 dós tómatteningar með hvítlauk
  • 2 gulrætur
  • 1 rauður laukur
  • ½ kúrbítur og ½ eggaldin
  • Spergilkál, nokkrir knúppar
  • Blómkál, nokkrir knúppar
  • 6 – 7 sveppir
  • 1 paprika
  • 2 – 3 kubbar frosið spínat
  • 2 – 3 msk svartar salatólífur
  • 4 – 5 sneiðar sólþurrkaðir tómatar
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 msk. balsamedik
  • 1 stór dós kotasæla
  • 100 g rifinn ostur

Skerið grænmetið í frekar stóra bita og marínerið í 1 msk af ólífuolíu og balsamediki.

Setjið grænmetið ásamt maríneringu og spínati í ofnskúffu og bakið í ofni við 200 gráður í um 15. mín. (Mjög gott er að grilla grænmetið, en aðeins meira vesen.)

Hellið tómötunum á pönnu og látið malla um stund þar til vökvinn fer að sjóða niður.

Kryddið sósuna eftir smekk.

Takið grænmetið úr ofninum og blandið saman við sósuna, setjið niðurskorna sólþurrkaða tómata og ólífur með.

Blandið saman kotasælu og rifnum osti í annarri skál.

Raðið lasagnanu í eldfast mót.

Tæplega helmingur grænmetisblöndunnar fer neðst, svo kemur helmingur af kotasælublöndunni, þá lasagnablöð (þarf ekki að sjóða) og síðan er röðin endurtekin.

Endið á þunnu lagi af grænmetisblöndu og rífið svo ost yfir.

Gott er að strá þunnu lagi af parmesanosti yfir að lokum.

Bakið í 170 gráðu heitum ofni í 20 – 30 mín.

Látið standa í um 10 mínútur áður en rétturinn er borinn fram.

 

Uppskrift: Guðrún Jóhannsdóttir

Previous post

Steiktir sveppir

Next post

Hnetuborgarar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *