Grape Seeds Extract (Quercitin)
Grape seeds extract er unnið úr vínberjaþrúgum og hefur fengið íslenska nafnið Þrúgukjarnaþykkni, en oftast er þó notast við enska nafnið þegar um það er rætt.
Andoxunarefnin í Grape seeds extract innihalda mikið af bíóflavóníðum, sem nefnast próantósýaníðar og eru einstaklega virkir gegn sindurefnum. Þeir eru mjög gagnlegir gegn ýmsum æðasjúkdómum, hjartasjúkdómum, of háu kólesteróli, einnig gegn heilablóðfalli og æxlamyndunum.
Nýleg rannsókn á músum leiddi í ljós að tilfellum æxla í músum fækkaði um 35% og stærð æxla hjá þeim sem á annað borð höfðu þróað þau, minnkuðu um 78% þegar þeim var gefin skammtur af próantósýaníðum.
Það er talið draga úr líkum á húðkrabbameini og að það sé einn besti kostur til að styrkja ónæmiskerfið. Grape seeds extract kemur í veg fyrir ótímabæra öldrun og hrörnun.
Vísindarannsóknir á Grape seeds extract hafa sýnt fram á að kraftur próantósýaníðanna eru 20 sinnum sterkari en í C-vítamíni og 50 sinnum sterkari er í E-vítamíni.
Mælieiningin ORAC, stendur fyrir “oxygen radical absorbance capacity” og mælir heildar andoxunarmöguleika bætiefna og annarra fæðutegunda. Rannsóknir hafa sýnt að Grape seeds extract hafi ORAC mælinu upp að 50.000. Næst á eftir Grape seeds extracts komu Goji ber, sem talin hafa verið með eitt hæsta hlutfall andoxunarefna, með ORAC mælingu 25.000, hreint, dökkt súkkulaði hefur 11.000, bláber 2.500 og spínat 1.700.
Að auki hafa rannsóknir sýnt að Grape seeds extract hafi eiginleika til að sameinast collagen í húðinni og hefur þannig áhrif á heilbrigði húðarinnar, frumuheilsu, teygjanleika og liðleika. Það bætir blóðstreymi í líkamanum með því að styrkja æðaveggina og hjálpar stífum liðum. Hjálpar til við verndun húðarinnar gegn útfjólubláum geislum sólarinnar og bætir sjón.
Auðvelt er að rugla Grape Seeds Extract sem unnið er úr vínberjum, við Grapefruit Seeds Extract (GSE) sem unnið er úr greipávexti. (sjá grein Grapefruit Seeds Extract)
Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir
No Comment