FiskréttirUppskriftir

Grillaður lax með engifer, hvítlauk og kóríander

  • 1 flak lax (villtur bestur)
  • 2 msk. Extra virgin ólífuolía
  • 2 tsk. sítrónusafi
  • 2 hvítlauksrif
  • 5 cm. bútur engifer
  • 2 msk. saxaður ferskur kóríander
  • Salt og pipar að smekk (sem minnst samt :o)

Leggið fiskflakið í eldfast mót.

Pressið hvítlaukinn og saxið engiferið smátt.

Blandið saman ólífuolíu, sítrónusafa, kóríander, engifer og hvítlauk.

Dreifið blöndunni yfir fiskflakið.

Kryddið með salt og pipar.

Grillið í ofni í ca. 10 mínútur. (fer eftir þykkt flaksins og hversu öflugur ofninn er)

 
Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir

Previous post

Möndluhjúpuð túnfisksteik

Next post

Kjúklingabringur í ofni

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *