HráfæðiKökur og eftirréttirUppskriftir

Guðdómleg (hrá) hnetukaka

Áður en þessi kaka er útbúin er mikilvægt að valhneturnar og kasjúhneturnar hafi legið í bleyti í tvo til fjóra tíma. Það er því ágætt að skella þeim í krukku og setja kalt vatn út á þær. Best er að geyma þær í ísskáp.

Botn:

  • 200 g valhnetur, sem hafa legið í bleyti í tvo til fjóra tíma
  • 100 g kasjúhnetur, sem hafa legið í bleyti í tvo til fjóra tíma
  • 100 g kókósmjöl
  • 4 kúfaðar msk gróft hnetusmjör
  • 2 kúfaðar msk hunang
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk vanilludropar

Byrjið á því að setja valhneturnar og kasjúhneturnar í blandarann. Þegar þær eru orðnar hæfilega niðurmuldar er kókosmjöli bætt út í ásamt hnetusmjöri, hunangi, salti og vanilldropum. Þegar allt er búið að blandast vel saman er deigið annaðhvort sett í múffuform eða eldfast mót og þjappað vel ofan í formið.

 

Súkkulaði og döðlukrem:

  • 1 dl kókósolía
  • 2 dl kakó
  • 1 dl hunang
  • handfylli döðlur
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk vanilludropar

Skerið döðlurnar í smáa bita áður en þær eru settar í blandarann. Annars er allt hráefnið sett í blandarann og maukað þangað til kremið er orðið silkimjúkt og glansandi. Þá er það sett ofan á botninn. Geymið kökuna í ísskáp áður en hún er borin fram.

 

Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – Næringarþerapisti

Previous post

Lambalærisneiðar í ofni

Next post

Bláberja-ísterta

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *