SúpurUppskriftir

Gulrótasúpa með engifer og kóríanderrjóma

  • 1,5 ltr vatn
  • 500 gr gulrætur í bitum
  • 200 gr blómkál í bitum
  • 1 tsk ferskt engifer smátt skorið
  • 50 gr sellerí sneitt
  • 100 gr sætar kartöflur afhýddar og skornar í bita
  • 25 gr grænmetiskraftur
  • 1 tsk smjör
  • smá sítrónusafi
  • salt og pipar

 

Setjið vatnið í pott og allt grænmetið útí.

Sjóðið í 20 mín, bætið útí grænmetisktaftinum og maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

Bætið útí smjöri, og sítrónusafa.

Saltið og piprið eftir smekk.

Kóríander rjómi

Setjið rjóma og ferskt kóríander saman í matvinnsluvél og þeytið saman þar til þykknar.

Borið fram með súpunni

Uppskrift: Karl Eiríksson

Previous post

Pestó úr sólþurrkuðum tómötum

Next post

Blómkálssúpa m/ofaná

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *