Heilsa

Heilablóðfall

Hvernig þekkjast einkenni heilablóðfalls? 

Taugasérfræðingar geta snúið við afleiðingum heilablóðfalls ef sjúklingurinn kemur til þeirra nógu fljótt, galdurinn er að greina einkennin og koma sjúklingnum á sjúkrahús innan þriggja klukkustunda. 

HVERNIG HÆGT ER AÐ ÞEKKJA HEILABLÓÐFALL – þrjú mikilvæg skref sem ætti að leggja á minnið.   


Sá sem vill komast að því hvort um heilablóðfall er að ræða á að spyrja þriggja einfaldra spurninga:   

B*  Biddu viðkomandi að BROSA 

T*  Biddu viðkomandi að TALA, SEGJA EINFALDA SETNINGU Í SAMHENGI  (sólin skín í dag en í gær var rigning)

L*  Biddu viðkomandi að LYFTA BÁÐUM HANDLEGGJUM UPP SAMTÍMIS
Annað merki um heilablóðfall: Biddu viðkomandi að reka út úr sér tunguna og ef hún er bogin til annarrar hliðarinnar getur það líka verið merki um heilablóðfall. 

Ef viðkomandi á í vandræðum með eitt eða fleiri af þessum fyrirmælum hringdu þá í 112 og lýstu einkennunum.

Previous post

Hárið

Next post

Heilsuþrepin 7

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *