Frekari meðferðirMeðferðir

Heilsumarkþjálfun

Heilsumarkþjálfun hefur verið að ryðja sér til rúms hér á allra síðustu misserum og hafa nú nokkrir meðferðaraðilar þegar lokið þessu námi hér á landi.

Heilsumarkþjálfun byggist á að leiðbeina skjólstæðingum í að skoða hvar þeir eru staddir gagnvart heilsu sinni og lífsstíl og ákveða svo í framhaldinu hvaða breytingum þeir vilja ná fram. Það er gert með því að skoða núverandi atferli eða hegðun og sett eru fram markmið með viðkomandi, til að taka skref í átt að bættri heilsu og líðan.

Markmiðin eru mjög breytileg eftir einstaklingunum sem eiga í hlut og skrefin ólík og fjölbreytt að sama skapi.

Previous post

EFT (Emotional Freedom Technique)

Next post

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *