Heit epli með kanil og salthnetum
Þessi réttur passar vel á eftir þungri kjötmáltíð. En að sjálfsögðu er líka hægt að bera hann fram í saumaklúbbnum og á laugardagseftirmiðdögum
- 5 epli
- Kanill
- Rúsínur
- Salthnetur
- 1 dl. spelt eða heilhveiti
- 1 dl. agave eða hlyn-sýróp
- 1 dl. smjör
Afhýðið og kjarnhreinsið eplin. Skerið í tvennt og sneiðið í frekar þunnar sneiðar. Raðið sneiðunum nokkuð þétt í eldfast mót. Stráið kanil, rúsínum og salthnetum yfir eplin. Magnið fer eftir ykkar smekk.
Setjið speltmjölið, sýrópið og smjörið í hrærivélaskál og hnoðið saman í vélinni. Myljið yfir eplin.
Bakið í ca. 20 – 25 mín. við 200 gráður.
Berið fram með þeyttum rjóma.
(Ég geri stundum þennan rétt án þess að nota deigið, sérstakleg þegar ég nota hann sem eftirrétt, þ.e. sleppi spelti, sýrópi og smjöri. Í staðinn er hægt að setja smá sýróp yfir eplin, áður en kanilnum er dreift yfir, en mér finnst það algjör óþarfi)
No Comment