Greinar um hreyfinguHreyfing

Hlaup

Margir hlaupa úti allt árið og er það orðið vel mögulegt í dag, þar sem veðurfar hefur breyst mikið og fáir dagar sem koma í veg fyrir útihlaup.

Þeim fjölgar einnig stöðugt sem leggja hlaup fyrir sig og mikill áhugi er fyrir að taka þátt í fjöldahlaupum ýmis konar.

Fyrir þá sem huga að því að byrja á þessari iðju er brýnast að huga að því að fara rólega af stað, fá sér góða hlaupaskó og passa upp á að teygja vel fljótlega í byrjun og eftir æfingar.

Fyrir fólk sem er ekki í mikilli þjálfun og ætlar að byrja að hlaupa, er ráðlegt að byrja á því að ganga rösklega í nokkra daga. Gott er að byrja á að ganga í 20 mínútur og auka það svo upp í hálftíma.

Eftir um vikutíma er hægt að byrja á að skokka létt inn á milli og ganga þess á milli. Aukið svo smám saman hlaupakaflann, þar til þið getið hlaupið samfleytt í hálftíma.

Gott er að hlaupa til að byrja með, þrjá daga í viku og taka góða göngutúra hina dagana. En það þarf einnig að huga að því að taka frídag, til að hvíla líkamann.

Þegar þolið eykst og fólk getur farið að hlaupa lengur, hraðar og lengri vegalengdir, þá er hægt að fjölga dögunum upp í fimm sem hlaupið er, en þá skal líka hvíla hina dagana.

Ekki skal hlaupa á hverjum degi nema fólk sé að þjálfa sig fyrir langhlaup.

 

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Tengsl lífsstíls og krabbameins - Líkamleg virkni

Next post

Úthaldsíþróttir og næring

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *