GrænmetisréttirUppskriftir

Hrísgrjóna-karríbuff

Útbjó þessi buff um daginn fyrir okkur grænmetisæturnar í fjölskyldunni. Hinir fengu lambalæri og svo deildum við sama meðlæti. Frábært að gera þessi buff ef þið eigið afgang af hrísgrjónum og / eða soðnum kjúklingabaunum. Ég átti soðin hrísgrjón en notaði forsoðnar kjúklingabaunir. Svo er þægilegt að gera nóg til að geta sett í frysti.

  • 2 bollar soðin hýðishrísgrjón
  • 1 rifinn sellerístilkur
  • 150 g cashewhnetur
  • 1 ½ tsk grænmetiskraftur
  • ½ blaðlaukur – saxaður
  • Kókosolía til steikingar
  • 2 dl. ósoðnar kjúklingabaunir (eða 1 krukka soðnar, 350g. – vatnið sigtað frá)
  • 1 egg
  • 2 msk tahini
  • 1 tsk karrí
  • 1 tsk turmeric
  • 1 tsk cumin
  • 2 msk tamarísósa
  • Safi úr hálfri sítrónu

 

Aðferð

Þurrristið cashewhneturnar á heitri pönnu þar til þær verða gullnar á litinn. (Má líka nota þær óristaðar)

Setjið cashewhneturnar í matvinnsluvél og fínmalið.

Setjið hnetumjölið í stóra skál, bætið við grænmetiskrafti og soðnum hrísgrjónum.

Skerið endann af sellerý stilknum, skolið og rífið gróft á rifjárni.

Hellið vatninu af kjúklingabaununum og setjið í matvinnsluvélina.

Hitið kókosolíu á pönnunni. Steikið laukinn þar til mjúkur og gullinn. Setjið vatn útí til að koma í veg fyrir að brenni. Bætið útí matvinnsluvélina.

Setjið eggið, tahini, cumin, turmeric, karrí, tamarísósu og sítrónusafa út í matvinnsluvélina, maukið allt saman og bætið í skálina með hinu hráefninu.

Mótið borgara í höndunum – mótið fyrst stóra kúlu í lófanum sem þið veltið um og hnoðið – setjið á bökunarpappír á plötu og fletjið út og mótið borgarann. Gerir ca. 8 – 10 borgara.

Bakið við 180°C í 30-40 mínútur.

Bar fram með salati, kartöflum og sveppasósu.
Uppskrift: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Litlar brokkolíbökur

Next post

Dahlbollur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *