GrænmetisréttirUppskriftir

Hrísgrjónaspaghettí með sveppum, spínati og kirsuberjatómötum

Hér kemur einföld og fljótleg uppskrift frá henni Ingu sem er kjörin fyrir tímaleysið í desember

  • 1 hvítlauksrif
  • 100 gr. sveppir
  • 100 gr. kirsuberjatómatar
  • 4 sólþurkaðir tómatar
  • ca. 250 gr. hrísgrjónaspaghettí
  • 2 msk. extra virgin ólífuolía
  • 100 gr. spínatlauf
  • lúkufylli ferskt basil
  • smá salt og pipar
  • 2 msk. léttristaðar furuhnetur.

Pressið hvítlauksrifið, sneiðið niður sveppina, skerið tómatana í tvennt og saxið niður sólþurrkuðu tómatana.

Sjóðið spaghettíið samkvæmt leiðbeiningum og hellið smá ólífuolíu yfir til að koma í veg fyrir að það klístrist saman.

Hitið restina af olíunni varlega á pönnu, notið vægan hita.

Steikið hvítlaukinn sveppina og spínatið.

Bætið kirsuberjatómötunum, sólþurrkuðu tómötunum og spaghettíinu út í.

Rífið basil laufin niður og setjið samanvið.

Hrærið varlega í, til að blanda öllu saman og kryddið með salti og pipar.

Setjið í skál og stráið furuhnetunum yfir.

 

Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – Næringarþerapisti D.E.T.

Previous post

Hollur, heimatilbúinn barnamatur

Next post

Kryddaðar "franskar" sætar kartöflur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *