FæðubótarefniMataræði

Hrufóttar neglur

Skoðaðu vandlega neglurnar bæði á fingrum og tám – þær segja mikið um almenna heilsu þína.  Allar breytingar á útliti eða áferð naglanna, geta bent til skorts á vítamínum eða steinefnum. 

Hrufóttar neglur geta t.d. bent til skorts á sinki.  Sink er mjög nauðsynlegt fyrir ýmsa starfsemi líkamans, meðal annars hæfni hans til að græða sár og halda húðinni heilbrigðri. 

Hvítir blettir á nöglunum, eru aftur á móti taldir benda til ónægjanlegs kalkmagns í líkamanum.  En kalkið er nauðsynlegt fyrir heilbrigð bein og tennur.

Bæði sink og kalk tapast með hægðum, þvagi, hári og við endurnýjun húðar.  Við fáum sink úr t.d. kalkúna-, kjúklinga- og krabbakjöti, lambakjöti, hveitikími, ölgeri, eggjum, en lang mest er þó af sinki í ostrum. Einnig er sink í lifur, hnetum, fræjum, sjávarfangi, sojabaunum og grænmeti. Nýrna- og kjúklingabaunum, brúnum hrísgrjónum og heilhveiti, einnig eru graskersfræ auðug af sinki.  Kalk fáum við úr flestum tegundum hrás grænmetis, sérstaklega í dökkgrænu grænmeti, t.d. broccoli, tofu, hnetum, sesamfræjum, sólblómafræjum, höfrum, hirsi, sojabaunum og sojaafurðum, einnig sardínum, laxi, þara og þurrkuðum baunum, ostum og mjólkurvörum.

Previous post

Hósti

Next post

Kalk og D-vítamín gegn beinþynningu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *