Hunang til lækninga
Hunangi er safnað og notað útum allan heim. Það hefur verið notað í mat í aldanna rás og einnig til lækninga öldum saman.
Sykur þekktist ekki á tímum Grikkja og Rómverja, en þeir notuðu hunang sem sætuefni. Rómverskir læknar notuðu einnig hunang sem svefnmeðal í þá daga, á meðan að Hippocrates, oft kallaður faðir læknisfræðinnar, hrósaði hunangi í hástert fyrir lækningarmátt þess. Hann notaði hunang við húðvandamálum, meiðslum og sárum. Á sömu tímum, notuðu forn-Egyptar hunang til að lækna ský á auga, opin sár, skurði og bruna.
Í fyrri heimsstyrjöldinni, notaði þýskur læknir blöndu af hunangi og þorskalýsi á sár, meiðsli og skotsár hermannanna og alla tíð hafa söngvarar og ræðumenn notað hunang til að auka þrek sitt og mýkja hálsinn og raddböndin áður en að þeir komu fram.
Hrátt hunang inniheldur glúkósa og fruktósa, sem eru einsykrur, A-vítamín, beta-carotín, B-vítamín og vítamínin C, D, E og K. Einnig eru ýmis steinefni í hunangi s.s. magnesíum, sulfur, fosfór, járn, kalk, chlorine, potassíum og iodine. Einnig inniheldur hrátt hunang mikið af lifandi ensímum, sem að eru nauðsynleg fyrir líkamsstafsemina. Það er mjög bakteríudrepandi og hefur verið sannað að engin baktería geti lifað í hráu hunangi, það gefur til kynna að það sé sótthreinsandi.
Hunang hefur góð áhrif á alla líkamsstarfsemi, það leysist upp í vatni og er frábær valkostur hvort heldur er í teið þitt, sem sætuefni í smákökurnar eða sem græðandi smyrsl á húðina, á sár, exem eða sem mýkjandi á psoriais.
Athugið þó að nota eingöngu kaldpressað, lífrænt ræktað hunang. Ef hunang hefur verið hitað yfir 40 gráður er búið að skemma góðu ensímin sem hjálpa til við niðurbrot hunangsins. Þannig að passið ykkur á að láta teið ykkar kólna lítið eitt áður en þið bætið hunangi útí.
Hrátt hunang ætti að vera til á öllum heimilum svo græðandi og gott er það!!
Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir
No Comment