JurtirMataræði

Hvítlaukur

Hvítlaukur er ein verðmætasta matartegund sem fyrirfinnst á jörðinni. Hann er öflugasta sýkla”lyfið” sem kemur beint frá náttúrunnar hendi.

Hvítlaukur hefur verið notaður í aldanna rás og er talað um hann í fornum ritum Grikkja, Babilóníumanna, Rómverja og Egypta.

Hvítlaukur er öflug lækningajurt. Hann berst á móti sýkingum, er góður fyrir hjarta- og æðakerfi og styður við meltingu.

Hvítlaukur styrkir ónæmiskerfið.  Margt bendir til að hann hafi einnig vírusdrepandi eiginleika og er því tilvalinn í baráttunni gegn kvefi og inflúensu.  Hann er mjög virkur gegn eyrnabólgum.  Hann lækkar blóðþrýsting með því að víkka út æðaveggina.  Það hindrar að blóðflögur kekkist og minnkar líkur á blóðtappa og fyrirbyggir hjarta- og æðasjúkdóma.  Þá lækkar það hlutfall LDL (vonda) kólesteróls í æðum og hefur góð áhrif á meltinguna.  Hvítlaukur hefur reynst vel við ýmsum sveppasýkingum s.s. á fótum og í leggöngum.  Hvítlaukurinn hefur líka reynst ágætisvörn gegn moskítóflugum og öðrum skordýrum.

Hvítlaukur lækkar blóðþrýsting, hann hefur blóðþynningaráhrif og leggur sitt að mörkum til að vinna á móti hjartaáföllum. Hann vinnur einnig á móti slæma kólesterólinu.

Hvítlaukurinn er náttúrulegt sýklalyf, kjörinn til að verjast og berjast gegn kvefi og flensu.

Hvítlaukurinn byggir upp og ver meltingarveginn. Hann örvar losun meltingarensíma og styður við upptöku næringarefna auk þess að efla framleiðslu brisins á insúlíni sem hjálpar til við að takast á við sykursýki.

Hann inniheldur öflug andoxunarefni og vinnur á móti myndun á krabbameinsfrumum.

Best er að nota ferskan hvítlauk og gott er til dæmis að búa til sínar eigin hvítlauksolíur. Svo er vandfundinn sá matur sem bragðast ekki enn betur með hvítlauk. Vert er að benda á að fersk steinselja vinnur á móti hvítlaukslyktinni. Hvítlauksolía er mjög góð fyrir hjartað og ristilinn og getur líka hjálpað við gigt.  Einfalt er að laga olíuna: afhýðið hvítlauksrif og setjið í 250 ml af ólífuolíu.  Fjöldi rifja, fer eftir smekk. Olían geymist best í kæli í allt að einn mánuð. Hana má nota á salöt, til að léttsteikja mat eða 1 msk tekin beint inn.  Steinselja, fennelfræ, kúmen, og myntulauf geta dregið úr lyktinni sé það borðað með eða eftir að hafa borðað hann.

Einnig er hægt að taka inn hvítlauk í bætiefnaformi.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Íslensk fjallagrös

Next post

Jurtate

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *