JólUmhverfiðUmhverfisvernd

Íslensk jólatré

Fyrir mörgum er það nauðsynlegur þáttur í jólaundirbúningnum að fara og höggva sitt eigið jólatré. Þá er hægt að leita til Skógræktarfélags Íslands (www.skog.is) eða Skógræktar ríkisins (www.skogur.is) og kanna hvað er í boði.

Aðrir finna jólagleðina í að fara á sölustaði jólarjáa og velja sér fallegt tré. Í dag fást margar tegundir íslenskra jólatrjáa, s.s. Stafafura, Rauðgreni, Blágreni, Sitkagreni og Fjallaþinur. Þau standast fyllilega samanburð við innfluttu trén hvað varðar verð og gæði.

Að kaupa Íslenskt jólatré hefur marga kosti. Með því styrkjum við félögin sem vinna að uppgræðslu og skógrækt, en fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30-40 ný tré.
Íslensk jólaré eru því atvinnuskapandi, spara okkur gjaldeyri og þar sem þau þurfa styttri leið á markaðinn, þýðir það minni kolefnislosun fyrir umhverfið. Engin eiturefni eru notuð við ræktun íslenskra jólatrjáa.

Íslensk jólatré eru fersk og ilmandi og engin hætta á að þeim fylgi óboðnir jólagestir erlendis frá, en það hefur komið fyrir að lítil skordýr hafa búið um sig í innfluttu jólatrjánum.

Sjá einnig: Jólatré og umhverfisvernd

Höfundur: Inga Kristjánsdóttir

Previous post

Flokkun garðaúrgangs

Next post

Aukinn þrýstingur á erfðabreytt matvæli

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *