SúpurUppskriftir

Íslensk kjötsúpa

Gamla, góða kjötsúpan á vel við á köldum og vindasömum haustdögum. Þeir sem ekki borða kjöt geta sleppt kjötinu og notað eilítið meira af krafti í staðinn.

  • 1 kg. súpukjöt
  • 2 ltr. vatn
  • 3 tsk. gerlaus grænmetiskraftur
  • 2 laukar
  • 8 meðalstórar, soðnar kartöflur
  • 1 stór rófa
  • 8 gulrætur
  • 2 dl. híðishrísgrjón
  • 1 dl. heilir hafrar
  • 1 dl. súpujurtir
  • Sjávarsalt

Úrbeinið og fituhreinsið kjötið.

Hitið að suðu og fleytið fitunni ofan af ef einhver er.

Bætið í súpujurtum, kraftinum, niðurskornum lauknum, hrísgrjónunum og höfrum.

Saltið.

Sjóðið í um 40 mínútur.

Skerið soðnu kartöflurnar í hæfilega bita.

Flysjið og skerið rófuna og gulræturnar í svipað stóra bita.

Bætið útí súpuna og sjóðið í um 15 mínútur til viðbótar.

Bragðbætið með salti ef þarf.

Sumum finnst einnig gott að pipra súpuna.

Það gerir ekkert til þó súpan sjóði lengur, hún verður bara betri. Eins verður hún enn betri þegar hún er hituð upp.

Ef þið eigið mikinn afgang er gott að frysta súpuna í mjólkurfernum eða frystiboxum.

Uppskrift: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Blómkálssúpa m/ofaná

Next post

Ljúffeng tómatsúpa

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *