FjölskyldanHeimiliðJólSjálfsrækt

Jólahátíðin

Tími jólanna, er sá tími sem við leyfum okkur hvað mest að slaka á með hollustu og mataræði. Það er einnig sá tími sem að við viljum líta sem best út og vera í sem flottasta forminu. Er þetta hægt?

Hér koma nokkur atriði sem að vert er að hafa ofarlega í huga, til að reyna að láta okkur líða sem best, bæði yfir hátíðarnar og eftir þær líka.

Fyrst skal ákveða að sýna örlítið meiri varkárni við veisluborðið í ár, en undanfarin ár, en leyfa sér samt að njóta þess sem í boði er. Fá sér heldur minna af hverri sort og njóta þess meira að eyða tímanum með þeim sem að okkur þykir vænst um.

Verum undirbúin/-nn. Það er nauðsynlegt að hafa undibúið sig andlega og spyrja sig spurninga sem þessarra:

  • Vill ég virkilega borða hollan mat og láta mér líða vel um hátíðarnar?
  • Hef ég ákveðið að bæta ekki á mig vigt yfir jólin?
  • Langar mig að standa í, einu sinni enn, að reyna að missa þá vigt sem að ég setti á mig yfir jólahátíðarnar?

Eftir að hafa íhugað svörin við þessum spurningum og vonandi komist að þeirri niðurstöðu að svara tveimur fyrstu spurningunum játandi og þeirri þriðju neitandi, þá erum við búin að segja undirmeðvitundinni frá mikilvægasta skrefinu til að halda sem bestri heilsu yfir hátíðarnar, á sem skynsamastan hátt.

Hugurinn er það sem að skiptir máli, það er jú hann sem að stjórnar gjörðum okkar. Ef að hugsanir okkar hljóða eftirfarandi: Ohh, ég er viss um að ég fitni yfir þessi jól, eins og alltaf! eða Ég ætla svo sannarlega að fara í megrun eftir jólin! Erum við ósjálfrátt að segja líkama okkar að það sé í lagi að fitna, en á neikvæðan hátt. Ef að við snúum hugsuninni frekar yfir í jákvæðari átt og ákveðum að fitna ekki heldur halda okkur við skynsemina, á okkur eftir að takast það. Vilji er allt sem þarf!! Hægt er að horfa á þessar jákvæðu hugsanir, sem sérstaka gjöf til okkar frá okkur sjálfum.

Best er að hafa það sem takmark að halda sömu þyngd og við stöndum í, í dag! Það er frekar ósennilegt að við missum vigt yfir hátíðarnar, nema þá að vera að neita okkur um það sem að við ættum að vera að njóta. Hluti þessarar hátíðar er að njóta góðra veitinga, sem oftast eru þannig að við fáum aðeins að njóta einu sinni á ári. Frekar skal borða skynsamlega og hollt inná milli veislumáltíðanna.

Að síðustu skal nefna að ákvörðunin sjálf – það að virkilega vilja – er það sem að skiptir máli fyrir þig sjálfa/-n. Takmarkið er þitt og ákvörðunin líka, ekki maka þíns, fjölskyldu eða vina. Trúðu því af heilum hug, að þér takist þetta og vertu viss um að uppskeran lætur ekki á sér standa.

Það er enginn sem að getur gert þetta fyrir þig og það er enginn sem að getur komið í veg fyrir að þessi ákvörðun og takmark náist, nema þá þú sjálf/sjálfur!!

Gleðilega hátíð – njótið svo sannarlega – skynsamlega!

 

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í desember 2006

Previous post

Hreinsun líkama og hugar

Next post

Hvað er aðventa?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *