GrænmetisréttirUppskriftir

Kasjúkarrí, fyrir 4-6 persónur

  • 2 msk kaldpressuð kókosolía*
  • 2 rauðlaukar, smátt skornir
  • 2 tsk lífrænt karríduft (prófið þetta nýja lífræna frá Herbaria)
  • ½ – 1 tsk gerlaus grænmetiskraftur*
  • ½ tsk himalaya/sjávarsalt
  • 10 cm bita af sítrónugrasi
  • 1 limelauf (best ef það er ferskt – fæst í asíubúðum)
  • smá biti ferskt chilli, skorið í litla bita
  • 3 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 4 cm biti fersk engiferrót, afhýdd og söxuð smátt
  • 200g lífrænar kasjúhnetur*
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 dós salsa pronta frá LaSelva
  • ½ blómkálshöfuð, skorið í passlega munnbita
  • 1 rauð paprika, skorin í 1x1cm bita
  • 100g snjóbaunir
  • 25g ferskt kóríander (cilantro) smátt saxað.

Hitið olíuna í potti og mýkið laukinn þar í um 10 mín.

Bætið þá útí karrí + grænmetiskrafti + salti + sítrónugrasi + limelaufi + chilli + hvítlauk + engiferrót + kasjúhnetum og látið malla í 3-5 mín.

Bætið þá blómkáli + paprika útí ásamt kókosmjólk + salsa pronta og látið sjóða í um 7-10 mín.

Bætið snjóbaununum útí + ferskum kóríander rétt áður en þið berið matinn fram.

*fæst frá Himneskri hollustu

 

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Dahlbollur

Next post

Græn pítsa

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *