Heilsa

Kjötneysla og ristilkrabbamein

Enn fleiri ástæður þess að borða vel af ávöxtum

Fólk sem borðar mikið af ávöxtum og lítið af kjöti gæti verið að draga verulega úr áhættunni að þróa með sér ristilkrabbamein.

Nýleg rannsókn sem gerð var af Gregory Austin og hans teymi við The University of North Carolina, segja rannsóknir sínar staðfesta aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið um að kjöt geti verið áhættuþáttur vegna krabbameins og þá sérstaklega ristilkrabbameins.

Rannsóknin var gerð á 725 manns sem hafði farið í ristilspeglun. Af þessum hópi, höfðu 203 einstaklingar, góðkynja sepa í ristli sem að höfðu verið fjarlægðir í spegluninni. Separ sem þessir eiga það til að þróast sem illkynja æxli.

Við skýrslutöku hjá öllum þessum 725 einstaklingum var ítarlega farið í mataræði þeirra. Svörunum var síðan raðað í þrjá flokka, eftir því hvernig mataræði þeirra var samansett. Flokkað var eftir þeim sem borðuðu mikið af ávöxtum og lítið af kjöti, þeim sem borðuðu mikið af grænmeti og hóflega af kjöti og þeim sem einfaldlega borðuðu mikið af kjöti.

Þeir einstaklingar sem sögðust borða mikið eða hóflega mikið af kjöti, voru 70% líklegri til þess að hafa þurft að láta fjarlægja sepa við ristilspeglunina, en þeir sem sögðust borða mikið af ávöxtum og lítið af kjöti. Einungis 18% þeirra sem að sögðust borða mikið af ávöxtum og lítið af kjöti þurftu að láta fjarlægja sepa við speglunina, samanborið við 30% þeirra sem borðuðu hóflega mikið kjöt og 32% þeirra sem borðuðu mikið kjöt.

Previous post

Blóðþrýstingur

Next post

Hve útbreidd er notkun á óhefðbundnum meðferðum á Íslandi

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *