KjötréttirUppskriftir

Kjúklingabringur í ofni

Geri þennan rétt oft þegar ég fæ gesti með skömmum fyrirvara. Mjög fljótleg og einföld uppskrift.

  • 3 Kjúklingabringur
  • 1 dós niðursoðnir, saxaðir tómatar
  • 1 glas fetaostur
  • Ólífur

Kryddlögur:

  • 3 msk. ólífuolía
  • 1 msk. tamari sósa
  • 1 hvítlaukslauf
  • 1 rauður chilipipar smátt saxaður
  • Safi úr hálfri sítrónu

 

Blandið saman kryddleginum og penslið honum á bringurnar.

Látið marinerast í ca. hálftíma.

Steikið kjúklingabringurnar í olíu á pönnu.

Penslið gjarnan meiri kryddlegi yfir á meðan.

Setjið bringurnar í eldfast mót.

Hellið tómötunum yfir.

Hellið olíunni af fetaostinum og dreifið bitunum yfir kjúklinginn.

Dreifið ólífum að lokum yfir, eftir smekk.

Bakið í ofni í um 20 mínútur við 200°C.

Bragðast best með soðnum hýðishrísgrjónum og góðu salati.

 

Uppskrift: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Grillaður lax með engifer, hvítlauk og kóríander

Next post

Lambalærisneiðar í ofni

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *