Kökur og eftirréttirUppskriftir

Kókoshveitisúkkulaðikaka

  • ½ bolli af ferskri kókosolíu
  • ¼ bolli af kakódufti (t.d. Dagoba)
  • ¼ bolli af kókosmjólk
  • 9 egg
  • 1 ½ bolli Steviva sætuefnablöndu
  • ¾ teskeið Himalayasalt
  • 1 teskeið vanilluduft
  • ¾ bolli síað kókoshveiti
  • ¾ teskeið sódaduft

 

Bræðið kókosolíuna á lágum hita (eða látið standa í skál í potti fylltum með heitu vatni).

Bætið kakóduftinu og kókosmjólkinni í og hrærið vel.

Takið af hitanum og geymið.

Blandið saman eggjum, sætuefni, saltinu og vanilluduftinu og hrærið svo kakóblöndunni í.

Blandið kókoshveitinu og sódaduftinu saman og þeytið útí fyrri blönduna, þar til orðið alveg laust við kekki.

Smyrjið bökunarform með kókosolíu, hellið öllu í og bakið við 175° hita í 35 mínútur, eða þar til að gaffall kemur hreinn út, eftir að hafa verið stungið í kökuna miðja.

Kælið kökuna aðeins og berið fram með ferskum berjum og rjóma, eða ís.

Eins má setja á hana það krem sem hverjum og einum þóknast.

 

Uppskrift: Guðný Ósk Diðriksdóttir

 

Previous post

"Blóma" múffur

Next post

Pönnukökur með berjum og cashew kremi

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *