HráfæðiUppskriftir

Kornsafi

Gerir 2 lítra

  • ½ b heilt hveitikorn
  • vatn

Leggið hveitikornið í bleyti yfir nótt í 1 lítra glerkrukku.

Næsta morgun skolið þið fræin, setjið nælongrisju eða tjullefni og teygju yfir krukkuopið og látið krukkuna standa á haus, t.d. í uppþvottagrind.

Látið kornið spíra í 2 sólarhringa (þar til spírurnar eru orðnar jafnlangar eða lengri en fræið sjálft) og skolið 2svar á dag, kvölds og morgna.

Eftir 2 sólarhringa fyllið þið krukkuna með vatni og látið standa í 3 sólarhringa.

Þá hellið þið vöknaum af og setjið á flösku og fyllið aftur krukkuna með vatni.

Í seinni tvö skiptin látið þið kornsafann eingöngu standa í 1 sólarhring.

Hellið vökvanum á flösku og hendið spírunum, þær eru of súrar til að setja á safnhauginn.

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Kjúklingasumarsalat

Next post

Hveitigras

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *