Kryddaðar “franskar” sætar kartöflur
Ein góð uppskrift frá Ingu fyrir helgina
- 1 stór sæt kartafla, skorin í fíngerða strimla
- 1 msk. extra virgin ólífu olía
- ½ tsk nýmalaður pipar
- ¼ tsk chilli duft
- ¼ tsk malað cumin
- ¼ tsk paprikuduft
- salt eftir smekk ( sem minnst, auðvitað )
Hitið bakarofninn í 200°c.
Setjið kartöflustrimlana í skál og veltið þeim upp úr olíunni.
Blandið saman kryddinu og saltinu og stráið yfir sætu kartöflurnar.
Dreifið vel úr kartöflustrimlunum á bökunarplötu og bakið við 200°c í u.þ.b. 15 mín. eða þar til endarnir eru orðnir vel stökkir.
Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – Næringarþerapisti D.E.T.
No Comment