JurtirMataræði

Kryddjurtir og gróðursetning þeirra

Kryddjurtir
Kryddjurtir í pottum í garðinum, á svölunum og í gluggakistunni í eldhúsinu ættu að vera í hverju heimilishaldi. Oft reynist erfitt að halda lífi í kryddjurtunum yfir vetrartímann. Því getur verið best að klippa þær alveg niður á haustin, saxa þær niður og frysta t.d. í litlum plastílátum eða merktum frystipokum. Nota þær síðan eftir þörfum, beint úr frystinum.

Eins ef kryddjurtabúntin koma úr búðinni yfir vetrartímann og þær gróðursettar í potta í eldhúsglugganum er tilvalið að nota sömu aðferð við það sem gengur af. Hreinsið blöðin af stilkunum, saxið og frystið.

Gróðursetning kryddjurta
Sum kryddjurtafræ eru mjög smágerð og erfitt er að sá þeim í jafnar raðir eða dreifa þeim jafnt yfir jarðveginn. Gott ráð er að setja þau í sykurstauk eða annan stauk með nægjanlega stórum götum og sá fræjunum beint úr honum.
Ef fræin eru þannig á litinn að erfitt er að sjá hvar þau lenda í jarðveginum, er gott að blanda þau með ljósum sandi og þá er ekkert mál að sjá hvar búið er að sá og hversu þétt.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Aloe Vera

Next post

Steinselja

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *