KjötréttirUppskriftir

Lambalærisneiðar í ofni

Set hér inn uppskrift sem ég setti saman um daginn. Eldaði þetta handa manninum mínum og hann sagði að væri ljúffengt. Verð að treysta honum og ykkur fyrir þessu þar sem ég er grænmetisæta.

  • 3 lærissneiðar
  • 2 tómatar
  • 10 cm. blaðlaukur
  • ólífuolía
  • krydd

Saxið tómatana og blaðlaukinn smátt.

Penslið lærissneiðarnar með olíunni.

Kryddið báðum megin með Lamb Islandia frá Pottagöldrum, hvítlaukskryddi, jurtasalti og svörtum pipar, eftir smekk.

Setjið í eldfast mót. Dreifið yfir lærissneiðarnar söxuðu tómötunum og blaðlauknum.

Bakið í ofni við 180°C í ca. 25 mín. eða eftir smekk.

Leyfið að standa aðeins eftir að tekið út úr ofninum, áður en borið fram.

Gott er að bera fram með ofnbökuðum kartöflum og salati.

 

Uppskrift: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Kjúklingabringur í ofni

Next post

Guðdómleg (hrá) hnetukaka

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *