UmhverfiðUmhverfisvernd

Lífræn ræktun og flutningur

Bændablaðið sagði frá því um daginn, að stærsta vottunarstofnun fyrir lífræn matvæli í Bretlandi, íhugar nú að fella niður vottun á lífrænum matvælum, sem flutt eru langar leiðir með flugi.

Vottunarstofnunin telur að koltvísýringslosunin við slíka flutninga, íþyngi umhverfisáhrifum afurðanna í þeim mæli, að ekki sé unnt að flokka þær sem lífrænar.

Eftirspurn eftir lífrænum matvælum hefur vaxið hratt í Bretlandi á síðustu árum og hefur innlend framleiðsla ekki annað eftirspurn. Hefur því innflutningur þessara vara farið vaxandi.

Það eru einkum ávextir og ber sem flutt eru loftleiðis og eru það þær vörur sem vottunarstofan Soil Association, telur að afnema eigi lífræna vottun á. Talið er að flutningar með flugi valdi 177 sinnum meiri losun koltvísýrings á þungaeiningu, en sjóflutningar.

Soil Association íhugar nú hvaða leiðir eru færar við að taka á þessum vanda. Skoðað verður hvort gefin verði upp flutningavegalengd á umbúðum og sett verði efri mörk á það hve langa leið megi flytja lífræn matvæli í flugi.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í október 2007

Previous post

Ísland, hreint, náttúrulegt og heilnæmt?

Next post

Minnkandi notkun á pappír

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *