SúpurUppskriftir

Ljúffeng tómatsúpa

Mánudagar eru upplagðir súpudagar þegar við erum oft búin að kýla vömbina yfir helgina.

  • 5 dósir niðursoðnir tómatar
  • 2 laukar
  • 4 stórar kartöflur
  • 1 lítill blaðlaukur
  • 3 stilkar sellerí
  • 4 msk. tómatpúrra
  • 2 grænmetisteningar
  • ½ – 1 tsk. pipar
  • 1 tsk. óreganó
  • Sjávarsalt
  • Soðnar makkarónur eða pastaskrúfur

Grófskerið laukinn.

Afhýðið kartöflurnar og skerið í sneiðar.

Sneiðið blaðlaukinn og sellerístilkana.

Merjið tómatana.

Setjið allt hráefnið (nema pastað) í stóran pott og kryddið.

Sjóðið við vægan hita í 1 – 1 ½ klst.

Maukið með töfrasprota eða hellið í gegnum sigti og merjið grænmetið í gegnum það.

Setjið soðið pastað út í súpuna rétt áður en hún er borin fram.

Gott er að bera fram með sýrðum eða léttþeyttum rjóma. Einnig er upplagt að bera fram heimabakað brauð með. Hægt er að finna fjölmargar uppskriftir af ljúffengum brauðum hér á vefnum.

Uppskrift: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Íslensk kjötsúpa

Next post

Fjallagrasasúpa

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *