Lús og náttúruleg ráð við henni
Lúsin fer ekki í manngreinarálit, allir geta smitast. Á hverju ári koma upp lúsafaraldrar. Höfuðlúsin smitast aðallega við það að höfuð snertast nógu lengi til þess að lúsin komist á milli. Skipst er á höfuðfötum, hárburstum, koddum eða öðru slíku. Lús getur lifað utan líkamans í allt að 20 klukkustundir, en hún verður þó fljótt veikburða.
Höfuðlúsin er örsmátt, en þó sjáanlegt skordýr, 2-4mm að stærð og yfirleitt brún- eða gráleit. Það getur verið erfitt að koma auga á lúsina þar sem hún er oft samlit hörundinu. Hún er snör í snúningum og forðast ljós. Þegar lýsnar eru fullvaxnar, um 8 – 10 daga gamlar, verpa þær eggjum sem kallast nit, en nitin límir sig fasta við hárið niðri við hársvörðinn. Nitin sést oft betur en lúsin sjálf. Hún er um 1mm að stærð og finnst helst í hnakka, hnakkagróf eða á bak við eyru. Hún sést þá sem silfraður hnúður á hárinu.
Höfuðlúsin heldur sig gjarnan í hárinu aftan við eyrun og í hnakkanum. Einkennin eru kláði sem kemur eftir að lúsin hefur sogið blóð. Þegar lúsin sýgur notar hún deyfiefni sem gerir það að verkum að ekkert finnst, óþægindin koma síðar. Það eru þó alls ekki allir sem finna fyrir kláða af völdum lúsarinnar. Talið er að einungis einn af hverjum þremur finni kláða og kláðinn komi fyrst og fremst vegna ofnæmis. Þess vegna getur lúsin oft leynst í höfðinu í langan tíma án þess að nokkurn gruni neitt.
Ein náttúruaðferð til að losna við lús er að nota tea tree olíu. Blanda skal olíunni saman við venjulegt milt sjampó. (Einnig má geta þess að tea tree olía, ef sett er saman við venjulegt sjampó, er mun öflugra sveppameðal í hársvörð, en rándýr sveppalyf.)
Annað gott ráð sem hægt er að nota, er að bera eplaedik í hárið og láta ligga í 20-30 mínútur. Það mýkir upp nitina og er eiginlega það eina sem kemur nálægt því að drepa hana. Eplaedikið auðveldar að greiða nitina úr hárinu.
No Comment