SúpurUppskriftir

Misósúpa

  • 2 laukar, saxaðir
  • 2 gulrætur, sneiddar
  • 1/4 hvítkál, skorið í strimla
  • 2 vorlaukar saxaðir
  • 1 dl Wakame þang, bleytt og skorið í ræmur
  • 8 dl vatn
  • 1 msk olía
  • 4 tsk miso, leyst upp í örlitlu af heitri súpu

Steikið lauk, gulrætur og kál (í þesari röð) í olíunni.

Bætið Wakame í og látið smákrauma í 10 mínútur.

Hellið vatninu í og sjóðið við vægan hita í 20 mínútur.

Slökkvið á hitanum, hrærið Miso í og látið standa í 5 mín.

Áður en súpan er borin fram, skreytt með vorlauknum.

Uppskrift: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Fjallagrasasúpa

Next post

Ein sem leynir á sér

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *