JólKökur og eftirréttirMataræðiUppskriftir

Möndlufylltar döðlur

Inga sendi okkur þessa skemmtilegu og ofureinföldu uppskrift af jólakonfekti. Það er ekki seinna vænna en að fara að huga að skemmtilegum og hollum uppskriftum fyrir jólin og vil ég hvetja ykkur til að senda okkur uppskriftir, ef þið lumið á einhverjum slíkum.

  • 15 döðlur (lífrænar)
  • 15 möndlur (lífrænar)

Notið annaðhvort afhýddar möndlur eða setjið möndlur í sjóðandi vatn í smá stund, skolið og afhýðið. Skerið í döðlurnar, takið steininn úr og setjið möndluna í staðinn.

Það er auðvitað mjög gott að dýfa döðlunni í smá bráðið dökkt súkkulaði eða karob :o)

Ótrúlega einfalt og gott!

Previous post

Carob-döðlubitakökur

Next post

Jólaís - mjólkur, sykur og eggjalaus

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *