UppskriftirÝmislegt

Möndlujógúrt

Solla setti þessa dásamlegu uppskrift inn á vefinn hjá sér og gaf hún okkur góðfúslegt leyfi til að birta hana hér hjá okkur. Við ættum öll að hafa möndlur inni í okkar daglega mataræði – þær eru uppfullar af góðum fitusýrum, vítamínum og járni og þær innihalda meðal annars allar 8 amínósýrurnar sem eru okkur lífsnauðsynlegar, þar sem við myndum þær ekki sjálf. Að auki getum við fengið okkar daglega skammt af kalki, einungis með því að borða um 10 stk. af möndlum á dag.

 

Möndlujógúrt

  • 1 bolli lífrænar möndlur (lagðar í bleyti yfir nótt og afhýddar)
  • 1 bolli vatn (eða eins og þarf)
  • 1 msk sítrónusafi

Allt sett í blandara og blandað vel saman.
Láttið blönduna standa við stofuhita í um 8 klst.

Síðan er sett út í jógúrtina t.d. ferskt eða frosið mangó eða aðra ávexti eða ber, sykurlausa sultu, múslí, eða bara það sem að hugurinn girnist í það og það skiptið.

Það er frábært að setja möndlurnar í bleyti að morgni, afhýða þær að kvöldi og setja allt í blandarann, láta standa í blandaranum yfir nóttina og þá er þetta tilbúið daginn eftir.

Einnig er hægt að setja 1-2 hylki af acidophilus út í blönduna, en þá þarf þetta einungis að standa í um 1/2 klst .

Síðan er mjög sniðugt að geyma 1-2 msk í kælinum og setja út í næstu lögun, þá er kominn “startari” sem er alltaf til í ísskápnum fyrir næstu lögun – þá er þetta orðið soldið “ekta” eða “professionalt”.

Previous post

Uppskriftir með fjallagrösum

Next post

Pizzur og pizzubotnar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *