Möndlusmjör
- 300 gr. möndlur m/hýði
- Ólífuolía, kaldpressuð
- Sjávarsalt
Möndlurnar ristaðar í ofni við 200°C þar til þær hafa brúnast og eru farnar að ilma vel. Varist að láta þær brenna.
Möndlurnar settar í matvinnsluvél og malaðar fínt.
Olíunni er smám saman hellt út í þar til orðið milli þykkt (ca. 1 dl.)
Og að lokum er möndlusmjörið saltað eftir smekk.
Sett í glerkrukku og látið kólna.
Geymist í ísskáp.
Uppskrift: Hildur M. Jónsdóttir
No Comment