Heilsa

Nægur svefn er nauðsynlegur fyrir minnið

Góður nætursvefn er gríðarlega mikilvægur, ef halda á góðri heilsu. Þó að eingöngu sé borðað hollt og gott fæði, regluleg hreyfing stunduð og engir stressþættir að trufla, næst ekki full heilsa, sé ekki passað vel uppá að sofa vel og reglulega. Of lítill svefn getur valdið því að heilinn hættir að framleiða nýjar frumur.

Rannsókn á vegum The National Academy of Sciences í Bandaríkjunum, sem framkvæmd var á rottum, sýndi að of lítill svefn framkallaði stresshormón sem að hafði áhrif á hippocampus, heilasvæðið sem að hefur með minnið að gera.

Rotturnar sem sviptar voru svefni í 72 klukkustundir, höfðu mun meira magn af stresshormóninu corticosterone og fyrir vikið framleiddu þær mun minna magn af nýjum heilafrumum í minnishluta heilans.

Um leið og stresshormónið corticosterone náði jafnvægi, lifnaði aftur yfir framleiðslu nýrra frumna og eftir að rotturnar höfðu aftur náð sínu rétta svefnmynstri, tók það 2 vikur að frumuframleiðslan færi aftur í eðlilegt horf.

Þessi rannsókn undirstrikar enn og aftur hve svefninn er mikilvægur fyrir góða heilsu. En slæmur svefn hefur ekki eingöngu áhrif á frumuframleiðslu heilans, slæmur svefn getur stuðlað að margs konar öðrum heilsuvandamálum. Stresshormónin sem að líkaminn framleiðir við ónógan svefn hafa áhrif á hjartslátt og hækka blóðþrýsting. Vöðvar verða spenntir og stífir og meltingarkerfið fer í ójafnvægi, svo fátt eitt sé nefnt.

Sjá einnig: Mikilvægi svefns

Previous post

Mismunandi aðferðir - Leka húsþakið (Seinni hluti)

Next post

Nálastungur geta mögulega unnið gegn parkinsonveiki

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *