Frekari meðferðirMeðferðir

Næringarþerapía

Næringarþerapía er heildræn meðferð. Hún lítur á líkama og sál sem eina heild og leitast við að koma á andlegu og líkamlegu jafnvægi.

Næringarþerapisti tekur niður ítarlega sögu einstaklingsins og ráðleggur varðandi næringu og bætiefni.

Næringarþerapía hefur reynst mjög gagnleg við meðferð ýmissa kvilla og sjúkdóma, auk þess sem hún hentar vel fyrir þyngdarstjórn, hvort sem fólk þarf að létta sig eða þyngja. Einnig nýtist næringarþerapía vel þeim sem vilja öðlast meiri orku, kraft og lífsgæði.

Næringarþerapían skoðar meðal annars hvort um er að ræða eitthvert fæðuóþol, reynt er að draga úr álagi á líkamann með því að velja fæðutegundir sem einstaklingurinn vinnur vel úr og þannig er stutt við líkamann sjálfan til að hann nái fullri heilsu.

Fólk þarf ekki að vera veikt til að nýta sér næringarþerapíu. Allir sem þurfa og/eða vilja huga að mataræði sínu hafa gagn af ráðgjöf næringarþerapista.

Previous post

Nuddmeðferðir

Next post

Osteópatía

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *