Frekari meðferðirMeðferðir

Nálastungur geta mögulega unnið gegn parkinsonveiki

Morgunblaðið greindi um daginn frá kóreskri rannsókn þar sem vísbendingar fundust um að nálastungur geta haft jákvæð áhrif á dópamínframleiðslu í heila en Parkinsonveiki er tengd skorti á þessu boðefni.

Kóresku rannsakendurnir sprautuðu mýs með efni sem drepur heilafrumunar sem framleiða dópamín og á þann hátt framkölluðu þeir Parkinsonsjúkdóminn í músunum.

Svo var dýrunum skipti í þrjá hópa. Nálastungum var beitt á tvo hópa, annan hvern dag, en þriðji hópurinn fékk enga meðferð. Annar nálastunguhópanna var stunginn á tveimur stöðum í fæti, í punkta sem hafa verið tengdir vöðvahreyfingum. Hinn nálastunguhópurinn var stunginn á tvo staði á mjöðm, í punkta sem ekki hafa verið taldir næmir fyrir stungum.

Viku seinna hafði dópamínmagnið eðlilega minnkað hjá öllum hópunum þar sem frumurnar, sem framleiða dópamín höfðu verið drepnar. En þó var mikill munur á milli hópanna.

Hjá hópunum sem fengu annað hvort engar nálastungur eða stungur í mjöðm, hafði dópamínmagnið minnkað um helming.

Hins vegar hafði dópamínmagnið lækkað mun hægar hjá hópnum sem fékk nálastungur í punktana sem tengjast vöðvahreyfingum og var dópamínmagnið hjá þeim um 80% af eðlilegu magni.

Previous post

Nægur svefn er nauðsynlegur fyrir minnið

Next post

Neglur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *