Óþolsklattar
Grunnuppskrift:
- 2 dl hrísgrjónamjöl
- 1 egg eða samsvarandi magn af hörfræslími
- ½ tsk salt
Það er einnig hægt að nota bókhveiti eða mais í uppskriftina, nú eða blanda þessum tegundum saman eftir smekk.
Svo er hægt að bæta við ýmiskonar kryddi, t.d. kanil, vanillu eða slíku.
Einnig er hægt að mala fræ og hnetur og setja í deigið.
Þurrkaðir ávextir s.s. rúsínur, döðlur og fíkjur gera svo klattana að fyrirtaks sætabrauði.
Notið hugmyndaflugið!
Hörfræslím fæst með því að leggja hörfræ í bleyti í vatn og láta standa í ísskáp yfir nótt. Fræin eru svo skilin frá og slímið nýtist á hliðstæðan hátt og egg, þ.e. það virkar sem bindiefni í bakstur og matargerð.
Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – Næringarþerapisti D.E.T.
No Comment