BrauðUppskriftir

Pönnubrauð 4 stk

  • 3 dl spelt (fínt malað eða heilhveiti)
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 1 msk olía
  • 1 1/2 dl AB mjólk

Blandið þurrefnunum saman í skál.
Hellið vökvanum í skálina með þurrefnunum og hrærið öllu saman.
Best er að nota guðsgafflana

Mótið 4 flöt brauð og steikið á heitri pönnu með olíu á.
Þetta er einföld og góð uppskrift sem einfalt er að breyta eftir stuði og stemningu.

Gott er að bæta útí deigið t.d:
Ferskum kóríander og hvítlauk eða Cashewhnetum, kanil og hlynsýrópi.
Best er að rista cashewhneturnar á pönnu og mala þær.

Uppskriftin er líka fín í bökubotn, einn stóran eða nokkra litla eða pizzabotn.
Í pizzabotn þarf tvöfalda uppskrift + oregano og pipar.

Fletja útá bökunarplötu og forbakaði í ca 5 mín við 180°.
Höfundur: Karl Eiríksson

Previous post

Fljótlegir pítsubotnar úr spelti

Next post

Glútenlaust Sollu brauð - ótrúlega einfalt og gott

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *