Kökur og eftirréttirUppskriftir

Pönnukökur með berjum og cashew kremi

Þetta er eftirlætis eftirrétturinn hannar Ingu næringarþerapista – njótið

Í pönnukökurnar:

  • 110 gr. bókhveitimjöl
  • 2 tsk. malaður kanill
  • 1 egg
  • 150 ml. soya eða hrísgrjónamjólk
  • 175 ml. vatn
  • 1 msk. jómfrúar-ólífuolía

Í berjafyllinguna:

  • 450 gr. fersk eða frosin ber t.d. jarðaber, bláber, brómber eða hindber
  • 4 msk. eplasafi
  • 2 tsk. maisenamjöl
  • 2 msk. vatn
  • nokkur ber til skrauts

Í cashew kremið:

  • 110 gr. cashewhnetur
  • 175 ml. vatn
  • ½ tsk. vanilluduft

 

Byrjið á að laga pönnukökudeigið.

Blandið mjölinu, kanelnum og egginu saman í skál og hrærið svo mjólkinni, vatninu og olíunni smátt og smátt saman við.

Þvoið berin ef þau eru fersk og setjið þau i pott með eplasafanum. Látið suðuna koma upp og látið blönduna malla í 5 mín.

Leysið maisenamjölið upp í vatninu og hrærið blöndunni saman við berin. Látið malla í 1 mín. og takið svo af hellunni.

Malið cashewhneturnar og bætið svo vatninu og vanillunni saman við og hrærið þar til verður að þykku kremi.

Bakið pönnukökurnar úr deiginu.

Setjið hverja fyrir sig á disk (4 stk), setjið nokkrar skeiðar af berjablöndunni á hverja, brjótið í fernt og hellið cashew kreminu að lokum yfir.

Skreytið með ferskum berjum.

Þessi réttur hentar fólki sem hefur glúten og mjólkuróþol, sem og þeim sem þurfa að passa upp á blóðsykurinn.

Nú og auðvitað geta allir hinir líka notið :o)

 

Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – Næringarþerapisti D.E.T.

Previous post

Kókoshveitisúkkulaðikaka

Next post

Vatnsdeigsbollur úr spelti

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *